Ferill 982. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1445  —  982. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um atvinnuleyfi til leigubifreiðaaksturs.

Frá Eyjólfi Ármannssyni.


     1.      Hefur Samgöngustofa gefið út námskrá fyrir námskeið sem umsækjendur um atvinnuleyfi til leigubifreiðaaksturs þurfa að ljúka, sbr. 4. gr. reglugerðar um leigubifreiðaakstur nr. 324/2023?
     2.      Hvaða kröfur eru gerðar til þeirra sem vilja öðlast atvinnuleyfi til leigubifreiðaaksturs, svo sem um ökufærni, þekkingu á viðeigandi lögum og reglum, samskiptafærni, tungumálakunnáttu, þekkingu á skyndihjálp o.fl.?
     3.      Hvernig er eftirliti háttað með þeim sem halda námskeið sem umsækjendur um atvinnuleyfi til leigubifreiðaaksturs þurfa að ljúka og hvaða kröfur þarf að uppfylla til að mega halda slík námskeið?
     4.      Hvernig er eftirliti háttað með próftöku umsækjenda um atvinnuleyfi til leigubifreiðaaksturs?
     5.      Hvernig ætlar ráðherra að bregðast við rökstuddum grun um svindl við próftöku umsækjenda um atvinnuleyfi til leigubifreiðaaksturs?
     6.      Telur ráðherra koma til greina að ógilda prófin og svipta leigubifreiðastjóra atvinnuleyfi ef í ljós kemur að þeir hafi svindlað við próftöku?


Skriflegt svar óskast.